Zolo og dætur ehf /ZOZ.IS –  Skilmálar

Skilmálar

 

Skilaréttur

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun kaupnótu eða staðfestingu á móttöku sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt eða afhent. Að þessum skilyrðum uppfylltum og gegn framvísun kaupnótu er viðskiptavini heimilt að fá inneignarnótu, skipta í aðra vöru eða fá endurgreiðslu séu 14 dagar eða minna liðnir frá kaupdegi eða afhendingu vöru. Viðskiptavinur ber ábyrgð á þeirri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar að meðferð hennar, sem ekki telst nauðsynleg til að staðfesta einkenni, eiginleika og virkni. Enn fremur þurfa allir fylgihlutir og handbækur að fylgja með vöru.

Þurfi að senda vörur til okkar ber viðskiptavini að tilkynna eins fljótt og auðið er að hann ætli að nýta sér skilaréttinn. Viðskiptavinur ber beinan kostnað af því að skila vöru og ber ábyrgð á að koma vörunni til okkar. Finna má staðlaðar leiðbeiningar og uppsagnareyðublað á neytendasamningi í viðauka 1 og 2 í reglugerð nr. 435/2016 um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi.

 

Ábyrgð

Tilkynningar um galla eða skemmdir skal senda á zoz@zoz.is. ZOZ.IS  áskilur sér þann rétt að meta hvert tilfelli fyrir sig og ber að bjóða viðgerð, nýja vöru, afslátt eða endurgreiðslu teljist vara gölluð.

Ábyrgðartími á búnaði er almennt 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við reglur neytendakaupalaga nr. 48/2003, en vörur sem ætlaður er umtalsvert lengri endingartími en 5 ár geta verið með allt að 5 ára ábyrgð á framleiðslugöllum.  Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár. Ábyrgð fellur niður ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á rekstrarvöru.

Komi til ábyrgðarviðgerðar ber ZOZ.IS ekki ábyrgð á skaða á gögnum, stýrikerfi, hugbúnaði, glötuðum hagnaði eða öðrum óvæntum eða afleiddum skaða, sem kann að koma upp við notkun hins selda á ábyrgðartíma. ZOZ.IS áskilur sér rétt á að skipta út vélbúnaði sem bilar á ábyrgðartíma með eins eða sambærilegri vöru ef upp kemur að varahlut sé ekki hægt að fá frá framleiðanda vörunnar.

Flutningskostnaður til og frá verslun fellur ekki undir ábyrgð. Ábyrgð á búnaði fellur niður ef viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum en verkstæði ZOZ.IS, búnaðurinn hefur þolað ranga meðferð, misnotkun eða orðið fyrir hnjaski eða átt hefur verið við búnaðinn þannig að skemmd hefur hlotist af.

Sölureikningur telst ábyrgðarskírteini og skal framvísa honum til staðfestingar á ábyrgð og gildir ábyrgðin frá kaupdegi.

 

Lög og varnarþing

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

Við fögnum athugasemdum um þessa skilmála. Ef þér finnst við ósanngjörn að einhverju leiti eða ef eitthvað er óskýrt, hafðu þá endilega samband við okkur og við munum finna leið til að gera alla ánægða.

Vilji viðskiptavinur falla frá kaupum á vörum hjá okkur hefur hann 14 daga til þess. Hægt er að koma með vöruna í búðir okkar og senda okkur tölvupóst. Við viljum benda fólki á eyðublað í Reglugerð 435/2016 sem hægt er að fylla út og senda okkur.

Komi upp ágreiningur um þessa skilmála er viðskiptavinum bent á að leita til Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa.

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa
Borgartún 21, 105 Reykjavík
www.kvth.is

 

ZOLO & DÆTUR EHF
Kennitala: 471117-1020
Hafnargata 23
230 Keflavík
VSK Númer: 130794

(Skrifstofan okkar er staðsett á Faxabraut 55, 230 Keflavík)

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

0